Opnun veitir fyrirtækjum andrými

Jóhannes Þór Skúlason, frkvstj. Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, frkvstj. Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta einfaldar málið og gerir fyrirtækjum nú kleift að afhenda þjónustuna. Almennir skilmálar munu taka við sem þýðir að flækjustigið minnkar talsvert,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um afléttingu takmarkana á komum ferðamanna.

Eins og greint var frá fyrir helgi stefnir ríkisstjórnin nú að því að opna landið að nýju 15. júní nk. Verður ferðamönnum sem hingað koma gert að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Í kjölfarið getur fólk ferðast um landið reynist sýnataka neikvæð.

Þetta þýðir jafnframt að svokallað „force majeure“-ákvæði mun ekki lengur eiga við. Með því er átt við að ómögulegt reynist að veita tiltekna þjónustu. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jóhannes, að opnun landsins búi í sumum tilvikum til betri samningsstöðu fyrir ferðaþjónustuaðila.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert