Vandinn ekki á förum

Sumarnámskeið með áherslu á íslenskukennslu standa börnum af erlendum uppruna …
Sumarnámskeið með áherslu á íslenskukennslu standa börnum af erlendum uppruna til boða og fleiri leikjanámskeið verða í boði í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vandinn sem kórónuveiran hefur skapað nemendum grunn- og framhaldsskóla hverfur ekki á þessu skólaári og mun fylgja nemendum inn í næsta skólaár, að sögn Þorsteins Sæberg, formanns Skólastjórafélags Íslands.

Hann segir mikilvægt að börnum sé ekki haldið lengur heima en þurfi en tugir foreldra í Reykjavík hafa beðið um leyfi fyrir börn sín úr skóla út skólaárið af ótta við smit, að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

„Það er auðvitað mikilvægt að foreldrar taki þessa ákvörðun að vel athuguðu máli. Það er ekki til að bæta ástand fyrir mörg börn að vera lengur heima en orðið er. Á móti kemur að það er enn sú staða heima hjá sumum að það eru einstaklingar sem eru með undirliggjandi alvarlega sjúkdóma og aðstæður þannig að foreldrar hafa tekið þessa ákvörðun,“ segir Þorsteinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Helgi segir að reglan í skólunum hafi riðlast talsvert og staða barna sé misjöfn eftir að hafa stundað skóla með breyttu sniði í einn og hálfan mánuð. „Við reynum að veita þeim sem hefur fatast flugið traustari stuðning og aðhald í framhaldinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert