Hífðu slasaða konu um borð í þyrluna

Áhöfn á TF-GRO sótti slasaða konu á Hvannadalshnjúk í kvöld.
Áhöfn á TF-GRO sótti slasaða konu á Hvannadalshnjúk í kvöld. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, hífði slasaða konu um borð rétt fyrir neðan Hvannadalshnjúk á áttunda tímanum í kvöld. Henni var svo komið undir læknishendur í Reykjavík.

Björgunarsveitir voru kallaðar út á sjötta tímanum í dag en konan, sem var á skíðum á jöklinum, hafði slasast. Tveir björgunarsveitarhópar frá Höfn í Hornafirði sinntu útkallinu en konan var að lokum hífð um borð í þyrluna. 

Skyggni við jökulinn var gott og björgunaraðgerðir gengu vel.
Skyggni við jökulinn var gott og björgunaraðgerðir gengu vel. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

TF-GRO lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan níu þar sem sjúkrabíll beið og flutti konuna á Landspítalann til aðhlynningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert