Leit hafin að nýju

Björgunarsveitin Vopni er við leit að sjómanninum.
Björgunarsveitin Vopni er við leit að sjómanninum. Ljósmynd Jón R. Helgason

Leit að skipverja sem er talinn hafa fallið fyrir borð af fiskiskipi á leið þess til hafnar í Vopnafirði um klukkan tvö í gær er hafin að nýju og tekur björgunarsveitarfólk fyrir austan þátt í leitinni. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni tók áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni í gær en kom til baka til Reykjavíkur í gærkvöldi. Tekin verður ákvörðun um það síðar í dag hvort þyrlan verður send austur að nýju.

Jón Sigurðsson, formaður björgunarsveitarinnar Vopna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að aðstæður til leitar hafi verið góðar í gær. „Aðstæður hafa verið ótrúlega góðar. Frekar gott í sjóinn. Leitarskilyrði voru góð en leit bar því miður engan árangur,“ segir Jón.

Veðurspá fyrir Austurland er góð í dag, bjart og heiðskírt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert