Netsala náði hámarki fyrir páska

Dregið hefur úr netsölu hjá Hagkaupum.
Dregið hefur úr netsölu hjá Hagkaupum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Netsala hjá Hagkaupum hefur dregist saman eftir að takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir í samtali í Morgunblaðinu í dag að netsala fyrirtækisins hafi náð hámarki um páskana en dalað talsvert eftir þá.

Segir Sigurður ljóst að landinn vilji frekar fara út í búð en fá vörur sendar heim. Engu að síður hlaupi heimsendingar enn á tugum vikulega. Þá geri félagið ráð fyrir að netverslun Hagkaupa verði stærri og öflugri í framtíðinni og bjóði þá meðal annars upp á fatnað og snyrtivörur.

Uppgjör Haga hf., sem á Hagkaup m.a., fyrir nýliðið rekstrarár var birt í gær. Hagnaðist félagið um ríflega þrjá milljarða króna á milli mars 2019 og febrúar 2020, eða um 700 milljónum króna meira en á rekstarárinu þar á undan.

Í ársreikningnum kemur einnig fram að starfslok forstjóra og framkvæmdastjóra félagsins muni kosta það um 314,5 milljónir kr.

4 og 12

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert