1,5 milljarðar tapast á hverjum degi

Bjarn­heiður Halls­dótt­ir.
Bjarn­heiður Halls­dótt­ir. Ljósmynd/Lögreglan

Á hverjum degi tapast að meðaltali um 1,5 milljarðar króna í gjaldeyristekjum á meðan engir ferðamenn koma til Íslands.

Þetta sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar, á blaðamannafundi vegna kórónuveiru.

Hún sagði að undanfarnir mánuðir hefðu verið ferðaþjónustufyrirtækjum og starfsfólki í ferðaþjónustu bæði erfiðir og mjög óraunverulegir.

Ferðaþjónustan sé sú atvinnugrein sem hafi fengið þyngsta höggið strax og að atvinnuleysistölur hafi ekki sést áður svona háar.

Spurð út í fjölda ferðamanna sem muni koma til landsins það sem eftir lifir af árinu sagðist hún lítið geta sagt. Fjöldinn gæti orðið 50 þúsund eða jafnvel 300 þúsund.

mbl.is

Bloggað um fréttina