Eitt nýtt smit greindist

Frá gjörgæsludeild Landspítalans.
Frá gjörgæsludeild Landspítalans. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Eitt nýtt smit kórónuveiru greindist hér landi síðasta sólarhringinn.

Þetta kemur fram á síðunni covid.is.

Þetta er í fyrsta sinn í sjö daga sem smit greinist hér á landi.

Greindist á höfuborgarsvæðinu

Smitið kom upp hjá manneskju á höfuðborgarsvæðinu og var það Íslensk erfðagreining sem greindi það.

355 sýni voru tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu og 86 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Fjórir eru nú í einangrun vegna veirunnar. 828 eru í sóttkví, sem er fjölgun um 101 frá því í gær.

20.132 hafa lokið sóttkví og 1.789 hafa náð bata. Staðfest smit eru 1.803 talsins. 57.628 sýni hafa verið greind.

405 eru í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu, 85 á Suðurlandi, 60 á Norðurlandi eystra, 48 á Suðurnesjum, 46 á Vesturlandi, 32 á Vestfjörðum, 15 á Austurlandi, 8 á Norðurlandi vestra og 28 eru óstaðsett.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert