Ekkert lát á sýnatöku hér á landi

Sýnataka Læknastofu Akureyrar á Glerártorgi.
Sýnataka Læknastofu Akureyrar á Glerártorgi. mbl.is/Margrét Þóra

„Ég hef ekki upplýsingar um hvaða aðilar eru að fara í sýnatöku. Mér þykir þó líklegast að þetta sé fólk sem hefur áhyggjur eða er sent af lækni,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, um mikinn fjölda sýna undanfarna daga.

Eins og áður hefur komið fram hefur ekkert smit greinst í viku hér á landi. Þrátt fyrir það virðist ekkert lát á sýnatöku, en í gær voru alls tekin ríflega 300 sýni á sýkla- og veirufræðideild Landspítala og hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Spurður hvers vegna svo sé segist Már ekki vita hvað búi að baki. Hann viðurkenni jafnframt að fjöldinn komi sér á óvart. „Mér finnst þetta mjög mikið. Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna þetta er,“ segir Már.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert