Ekki í viðræðum við önnur stéttarfélög

„Tímapressan er vissulega orðin mikil, og óvenjulegt að vinna að …
„Tímapressan er vissulega orðin mikil, og óvenjulegt að vinna að gerð kjarasamnings undir slíkri pressu, en nú eru uppi fordæmalausar aðstæður sem ekki hafa komið upp áður í sögu félagsins,“ segir í bréfi Boga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Icelandair hefur ekki verið í viðræðum við önnur stéttarfélög um gerð kjarasamnings um störf flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. Þetta kemur fram í bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, til Flugfreyjufélags Íslands í dag, sem fjallað er um á RÚV.

Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að Icelandair íhugi að ráða flugfreyjur sem standa fyrir utan Flugfreyjufélag Íslands, ef ekki nást samningar við stéttarfélagið. Fundað er nú hjá ríkissáttasemjara, en forsvarsmenn Icelandair leggja kapp á að semja fyrir hluthafafund sem haldinn verður á föstudag.

„Tímapressan er vissulega orðin mikil, og óvenjulegt að vinna að gerð kjarasamnings undir slíkri pressu, en nú eru uppi fordæmalausar aðstæður sem ekki hafa komið upp áður í sögu félagsins,“ segir í bréfi Boga.

„Það staðfestist hér með að Icelandair hefur ekki verið í viðræðum við önnur stéttarfélög um gerð kjarasamnings um störf flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. Það hefur verið markmið félagsins frá upphafi viðræðna að tryggja nýjan kjarasamning á milli Icelandair og FFÍ sem tryggir hagsmuni beggja aðila og vonast Icelandair enn til þess að slík niðurstaða náist fram í tæka tíð,“ segir Bogi Nils.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert