Leit í Vopnafirði hætt í dag

Frá leitinni í Vopnafirði í gær.
Frá leitinni í Vopnafirði í gær. Ljósmynd/Jón Helgason

Leit að skip­verja sem talið er að hafi fallið fyr­ir borð af fiski­skip­inu Erl­ing KE-140 í Vopnafirði á mánudag hefur verið hætt í dag. Veður fer versnandi í Vopnafirði og talsverður sjógangur er vegna vinds.

Fimm leitarhópar hafa verið að störfum í dag ýmist á sjó eða á landi. Gengnar hafa verið fjörur frá Tangasporði að Sandvík auk þess sem leitað hefur verið í sandfjörum í Sandvík.

Leit morgundagsins mun verða skipulögð í fyrramálið.

mbl.is