Milljarðar í innviðagjöld fyrir dómstóla

Mikil uppbygging er þegar hafin í Vogabyggð og innviðagjald rukkað.
Mikil uppbygging er þegar hafin í Vogabyggð og innviðagjald rukkað. mbl.is/Arnþór Birkisson

Aðalmeðferð í máli byggingaverktakans Sérverks ehf. á hendur Reykjavíkurborg hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Borginni er stefnt til endurgreiðslu oftekinna gjalda en til vara að ólögmæti innviðagjalds verði viðurkennt.

Sérverk stefnir borginni formlega en að baki málsókninni er hópur stórra verktakafyrirtækja innan vébanda Samtaka iðnaðarins.

Einar Hugi Bjarnason, lögmaður verktakafyrirtækjanna, segir í samtali í Morgunblaðinun í dag að annars vegar sé krafist endurgreiðslu á 120 milljóna innviðagjaldi sem Sérverk hafi greitt vegna framkvæmda í Vogabyggð. Einnig sé sett fram viðurkenningarkrafa í því skyni að fá fram álit dómsins á lögmæti gjaldsins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, hefur nefnt sem dæmi að innviðagjald vegna uppbyggingar í Vogabyggð nemi 23 þúsund krónum á fermetra, eða 2,3 milljónum á hverja 100 fermetra íbúð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert