Ökumenn sektaðir fyrir negld dekk

Biðin eftir dekkjaskiptum getur orðið æði löng.
Biðin eftir dekkjaskiptum getur orðið æði löng. mbl.is/​Hari

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun frá og með deginum í dag beita viðurlögum séu ökutæki enn á negldum dekkjum í umferðinni. Þetta segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar.

Nagladekk eru lögum samkvæmt bönnuð undir bílum frá 15. apríl en yfirleitt er ekki byrjað að sekta fyrr en 10. maí. Að sögn Árna er lögreglan seinna á ferðinni í ár sökum ástandsins. „Við erum að byrja þetta aðeins seinna en venjan hefur verið. Við erum yfirleitt að byrja í kringum 10.-15. maí. Seinkunin skýrist bæði af faraldrinum og svo voru veðurfarslegar aðstæður um mánaðamótin þess eðlis.

Að auki var erfitt að fá tíma í dekkjaskipti,“ segir Árni sem hvetur alla ökumenn, sem enn eru á nagladekkjum, til að huga að dekkjaskiptum sem fyrst. „Við höfum verið í góðu sambandi við dekkjaverkstæðin síðustu vikur og þau hafa veitt okkur góðar upplýsingar um bókunarstöðu. Nú er það svo að flestir eiga að geta fengið tíma. Við hvetjum því alla til að drífa í þessu,“ segir Árni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert