Semji við nýtt stéttarfélag flugfreyja

Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair funda.
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair funda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Komið hefur til tals að sett verði á laggirnar nýtt stéttarfélag flugfreyja. Þetta herma áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins innan úr Icelandair. Ef af yrði myndi nýtt félag vera skipað flugfreyjum sem ekki styðja stefnu samninganefndar Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ).

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur hugmyndin verið viðruð innan Icelandair, en vel kemur til greina að semja við nýtt félag. Þá horfir flugfélagið ekki til þess að fá inn sjálfstæða verktaka í stað núverandi flugfreyja. Þess í stað verður fremur gengið til samninga við nýtt stéttarfélag náist ekki samningar við FFÍ.

Eins og mbl.is greindi frá í gær óskaði samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands eftir frestun samningafundar í kjaradeildu félagsins og Icelandair, sem átti að hefjast klukkan 17 síðdegis í gær. Síðasta sáttafundi í kjaradeilunni lauk um klukkan eitt í fyrrinótt en hann stóð yfir í um 11 klukkustundir. Boðað hefur verið til nýs fundar í deilunni klukkan 8:30 hjá ríkissáttasemjara. Að því er heimildir Morgunblaðsins herma er enn talsvert milli deiluaðila og er staðan jafnframt viðkvæm.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »