Spá 16 stiga hita á morgun

Kort/Veðurstofa Íslands

Eftir þurra tíð síðustu vikur er breytinga að vænta í dag. „Á sunnanverðu landinu verður rigning viðloðandi og í talsverðu magni síðdegis. Það helst þurrt norðan til fram eftir degi en undir kvöld fer hann að rigna þar einnig. Vindur í dag verður af austri eða suðaustri, víða á bilinu 8-13 m/s, en 13-18 (allhvass) með suðurströndinni. Hiti 7 til 13 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Á morgun er síðan spáð sunnan 8-13 með skúraleiðingum, en bjart veður í norðausturfjórðungi landsins og hiti þar allt að 16 stig þar sem best lætur segir á vef Veðurstofu Íslands. 

Veðurspá fyrir næstu daga

Austan og suðaustan 8-13 m/s í dag, en 13-18 með suðurströndinni. Rigning á sunnanverðu landinu, talsverð úrkoma síðdegis. Þurrt norðan til fram eftir degi, en fer einnig að rigna þar undir kvöld. Hiti 7 til 13 stig.
Sunnan 8-13 á morgun og skúrir, en yfirleitt léttskýjað um landið norðaustanvert með hita að 16 stigum.

Á fimmtudag (uppstigningardag):

Sunnan 8-13 m/s og skúrir, en yfirleitt léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast um landið norðaustanvert.

Á föstudag:
Austan og síðar norðaustan 5-13 og víða bjartviðri. Skýjað við austurströndina og norðaustan 10-15 og dálítil væta þar um kvöldið. Hiti 10 til 16 stig, en svalara austast.

Á laugardag:
Norðaustanátt, víða 8-13 m/s. Rigning austan til á landinu, skýjað norðanlands, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti frá 4 stigum á Austurlandi, upp 16 stig á Suðurlandi.

Á sunnudag:
Vaxandi suðaustanátt og þurrt veður. Fer að rigna víða um land síðdegis, fyrst syðst. Hiti 7 til 14 stig.

Á mánudag og þriðjudag:
Breytileg átt og líkur á vætu í flestum landshlutum. Heldur kólnandi.

mbl.is