Unnu 2,3 milljarða

Tveir stálheppnir spilarar voru með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld og fá 2,3 milljarða króna í sinn hlut. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi.

Eng­inn hreppti ann­an eða þriðja vinn­ing.

Þrír hér­lend­is voru með fjór­ar jóker­töl­ur rétt­ar í réttri röð og fær hver vinn­ings­haf­inn 100 þúsund krón­ur í vas­ann.

Miðarnir voru keyptir í Krambúð á Laugalæk, í áskrift og á lotto.is.

Vinn­ingstöl­ur kvölds­ins: 3-17-25-26-27-42

Vík­inga­tal­an: 7

Jóker­töl­urn­ar: 4-2-0-3-5.

mbl.is