Boga „ljúft og skylt“ að upplýsa samstarfsfólk

Í bréfinu, sem mbl.is hefur undir höndum, segir Bogi að …
Í bréfinu, sem mbl.is hefur undir höndum, segir Bogi að mörg hafi haft samband við hann og samninganefnd Icelandair til að óksa eftir upplýsingum um tilboðið, auk þess sem þau hafi orðið vör við rangfærslur og vangaveltur í fjölmiðlum og víðar sem „eiga sér enga stoð í raunveruleikanum“. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur aftur sent flugfreyjum og -þjónum félagsins tölvupóst þar sem farið er yfir innihald svokallaðs lokatilboðs Icelandair í samningaviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands þrátt fyrir að Alþýðusamband Íslands hafi gert alvarlegar athugasemdir við síðustu bréfasendingu Boga til félagsmanna og sent formlega kvörtun til Samtaka atvinnulífsins vegna hennar. Flugfreyjufélagið hefur boðað til félagsfundaraðar þar sem samninganefnd félagsins mun fara yfir tilboðið á morgun.

Í bréfinu, sem mbl.is hefur undir höndum, segir Bogi að mörg hafi haft samband við hann og samninganefnd Icelandair til að óska eftir upplýsingum um tilboðið, auk þess sem þau hafi orðið vör við rangfærslur og vangaveltur í fjölmiðlum og víðar sem „eiga sér enga stoð í raunveruleikanum“.

Bogi Nils hefur aftur sent flugfreyjum og -þjónum bréf.
Bogi Nils hefur aftur sent flugfreyjum og -þjónum bréf.

„Mér er það því bæði ljúft og skylt að senda ykkur þennan upplýsingapóst sem er í samræmi við stefnu okkar um góða upplýsingagjöf til samstarfsfólks,“ skrifar Bogi og telur upp það sem hann segir helstu staðreyndir um tilboð Icelandair.

Samkvæmt bréfi Boga er nýjasta tilboð Icelandair í mörgu breytt frá því sem lagt var fram í síðustu viku. Meðal þeirra breytinga sem hann telur upp er að laun hækki ekki 2021 og 2022 en að á árinu 2023 hækki þau í takt við launaþróun á íslenskum vinnumarkaði frá undirritun samnings. Þá verði helgarfrí eitt og hálft í stað eins, flugtímahámark verði 85 BLH og launatafla haldi 21 þrepi í stað þess að fara niður í 15. Þá feli það í sér ýmsar jákvæðar breytingar, svo sem betri afsláttarmiðakjör, fleiri frídaga á sumrin og möguleika á fleiri helgarfríum yfir vetrartímann með tilkomu afleysingastarfa.

Eftir sem áður sé vissulega farið fram á meira vinnuframlag, 5 flugtíma til viðbótar hjá flestum, en 10 hjá lausráðnum og 13 hjá þeim sem eru á fyrstu 12 mánuðum í starfi.

„Að lokum er mikilvægt að fram komi að hvorki er verið að færa ábyrgðina á ástandinu yfir á flugfreyjur og flugþjóna né nokkurn annan. Heimsfaraldur hefur gert það að verkum að flugrekstur í heiminum verður aldrei samur. Icelandair státar af langri sögu og frábæru starfsfólki og það eina sem vakir fyrir félaginu í þessu ferli er að tryggja framtíð þessa einstaka fyrirtækis. Samþykkt samninga á þeim nótum sem síðasta tilboð Icelandair byggir á væri mikilvægt skref í þá átt.“

Hafi fullan fyrirvara á samanburði Boga

Guðlaug Líey Jóhannsdóttir, formaður flugfreyjufélagsins.
Guðlaug Líey Jóhannsdóttir, formaður flugfreyjufélagsins. mbl.is/Árni Sæberg

Í færslu á innri vef félagsmanna Flugfreyjufélags íslands ávarpar formaður félagsins félagsmenn þar sem hún segir atvinnurekendur ekki eiga að skipta sér af störfum stéttarfélaga.

„Enn á ný gerir forstjóri sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur og reyna að sniðganga hina félagslegu forystu sem þið hafið valið til að gæta hagsmuna ykkur í yfirstandandi samningaviðræðum,“ skrifar Guðlaug Líney Jóhannsdóttir félagskonum. Segist hún skilja að félagsmenn séu óttaslegnir yfir stöðunni en biður þá að hafa fullan fyrirvara á þeim samanburði sem settur er fram í bréfi Boga „og bíða átekta eftir upplýsingum um innihalda viðræðna frá samninganefndinni“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert