Vaktafyrirkomulagi sagt upp

Vaktafyrirkomulagi við umönnun íbúa á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum við Snorrabraut verður breytt 1. september næstkomandi. Í því skyni hefur núverandi vaktakerfi verið sagt upp.

Breytingin tekur til alls starfsfólks við umönnun. Jórunn Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður Droplaugarstaða, segir að engum starfsmanni verði sagt upp og starfshlutfall ekki minnkað. Hún segir að markmið breytinganna sé að koma á sanngjarnari skiptingu á vöktun. Dæmi séu um að starfsfólk hafi fengið sérstakt samkomulag um vaktir og vilji ekki breyta neinu.

Jórunn var í gær að fara yfir breytingarnar með starfsfólki og sagðist hún ekki verða vör við annað en að það sýndi þeim skilning. Taldi hún ekki útilokað að einhverjir starfsmenn hefðu óttast um sinn hag áður en málið var skýrt fyrir þeim.

81 íbúi á heimilinu

Droplaugarstaðir eru í eigu Reykjavíkurborgar. Þar er 81 íbúi, allir í einbýli og með sér baði. Þar eru fjórar hjúkrunardeildir sem hverri er skipt niður í þrjár 8 til 10 manna einingar með sér setustofu og borðstofu. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert