Vettvangsrannsókn við Hafnarstræti lokið

Tæknideild lögreglunnar á vettvangi. Rannsókn á brunanum er nú lokið.
Tæknideild lögreglunnar á vettvangi. Rannsókn á brunanum er nú lokið. mbl.is/Margrét Þóra

Vettvangsrannsókn á brunanum við Hafnarstræti 37 á Akureyri lauk í gærkvöldi en rannsókn á tildrögum brunans er enn í gangi og getur hún tekið sinn tíma, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Upptök brunans eru því enn ókunn.

Lögreglan á Norðurlandi eystra annast rannsóknina en lög­reglu­menn frá rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu fóru norður í gær til að aðstoða við rannsóknina.

Eldur kom upp í húsinu á áttunda tímanum á þriðjudagskvöld en húsið er talið ónýtt. 

Karl­maður fannst meðvit­und­ar­laus í hús­inu og var flutt­ur með sjúkra­flugi Mý­flugs til Reykja­vík­ur og á Land­spít­al­ann, í gærkvöldi var hann þungt haldinn en ekki er vitað um líðan hans að svo stöddu. 

Húsið sem brann var tveggja hæða timburhús á steyptum kjallara. Eldurinn náði fljótt að dreifa sér á milli íbúða í húsinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert