Eiginmaðurinn í varðhaldi til 16. júní

Eig­in­kona manns­ins lést á heim­ili þeirra hjóna í Sand­gerði 28. …
Eig­in­kona manns­ins lést á heim­ili þeirra hjóna í Sand­gerði 28. mars en maður­inn var ekki hand­tek­inn fyrr en 2. apríl eft­ir að krufn­ing leiddi í ljós að and­lát henn­ar hefði lík­lega borið að með sak­næm­um hætti. mbl.is/Eggert

Karl­maður á sex­tugs­aldri sem setið hef­ur í gæslu­v­arðhaldi frá 2. apríl, eða frá því krufn­ing á líki eig­in­konu hans leiddi í ljós að and­látið hefði lík­lega borið að með sak­næm­um hætti, verður áfram í gæslu­v­arðhaldi til 16. júní.  

Ólafur Helgi Kjartansson, lög­reglu­stjór­i á Suður­nesj­um, staðfestir í samtali við mbl.is að farið er fram á gæslu­v­arðhaldið á grund­velli al­manna­hags­muna. Rann­sókn máls­ins miðar þokka­lega en lögregla vinnur að því að ná utan um öll gögn sem við koma rannsókninni. Grun­ur er um heim­il­isof­beldi en slíkum málum hefur fjölgað í umdæminu á tímum samkomubanns. 

Eig­in­kona manns­ins lést á heim­ili þeirra hjóna í Sand­gerði 28. mars en maður­inn var ekki hand­tek­inn fyrr en 2. apríl eft­ir að krufn­ing leiddi í ljós að and­lát henn­ar hefði lík­lega borið að með sak­næm­um hætti.

Þetta er í þriðja sinn sem fallist er á áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir manninum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert