Rafíþrótt­ir útheimta að sögn Gabrí­els ekki minni elju og vinnu­semi af iðkend­um sín­um en hefðbundn­ara sport. „Maður vakn­ar oft­ast klukk­an átta og spil­ar til tvö, tek­ur sér svo hlé en um sex- eða sjöleytið byrj­ar maður aft­ur og held­ur áfram fram að hátta­tíma,“ seg­ir hann. Ekki minna en hver ann­ar vinnu­dag­ur, sem sagt, og það er ein­mitt málið: Gabrí­el sér fram á að geta unnið við þetta ef hon­um geng­ur vel að koma Twitch-aðgangi sín­um af stað, þar sem hann streym­ir frá sín­um dag­legu störf­um fyr­ir fylgj­end­ur sína, sem fjölg­ar að von­um jafnt og þétt hjá heims­meist­ar­an­um, sem kall­ar sig OSM.