Leiði og minnisvarði Jóns forseta í slæmu ástandi

Stein þennan reistu landar honum árið 1881. Óhreinindi eru á …
Stein þennan reistu landar honum árið 1881. Óhreinindi eru á lágmynd Jóns og hluta steinsins. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Leiði Jóns Sigurðssonar forseta og konu hans, Ingibjargar Einarsdóttur, í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu er illa hirt og legsteinn og minnisvarði í slæmu ástandi.

„Ég gekk þar fram hjá nýlega og sá mér til mikillar undrunar og vonbrigða að ekki aðeins er leiðið illa hirt heldur er bæði minnisvarðinn og legsteinninn í afar slæmu ástandi, sem er okkur öllum til mikils vansa,“ segir Árni Tómas Ragnarsson læknir í bréfi til Morgunblaðsins.

Hann tekur sterkar til orða í samtali við blaðamann og segir þetta ástand leiðis helstu frelsishetju Íslendinga til skammar. Fæðingardagur Jóns var, eins og kunnugt er, valinn sem þjóðhátíðardagur Íslendinga við stofnun lýðveldisins. Þess vegna hefur það verið hefð í áratugi að leggja blómsveig að leiði þeirra hjóna í Hólavallakirkjugarði að morgni 17. júní. Árni Tómas segir ömurlegt að þangað sé marserað ár eftir ár með leiði og minnisvarða í þessu ástandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert