Miðnæturopnun í World Class

Klukkan 00.01 á sunnudagskvöld verður opnað í World Class Laugum. …
Klukkan 00.01 á sunnudagskvöld verður opnað í World Class Laugum. Þá opnar einnig í Kringlunni á sama tíma. mbl.is/Kristinn Magnússon

World Class Laugum opnar á miðnætti á sunnudagskvöld, semsé klukkan 00.01 á mánudaginn 25. maí. Það er einmitt þá sem líkamsræktarstöðvar fá að opna eftir rúmlega tveggja mánaða lokun vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda.

Til viðbótar við þá sérstöku miðnæturopnun verður samkvæmt opnunartíma opið alla nótt í World Class Kringlunni, en þar alltaf opið allan sólarhringinn.

Fjöldatakmarkanir verða þetta sama miðnætti færðar úr 50 í 200 manna samkomur víða um land, þannig að ef leyfi leyfa, geta svo margir komið saman í líkamsræktarstöðvunum þegar opnar. Helmingur fjölda leyfisins verður leyfilegur, þannig að leyfið þarf að kveða á um 400 svo að það gangi upp.

Sundlaugar opnuðu 18. maí, viku áður en líkamsræktarstöðvarnar. Þegar sú ákvörðun var kynnt mætti hún gremju ákafra líkamsræktarstundenda, sem gengu svo langt að safna undirskriftum um að ræktirnar skyldu opnaðar á sama tíma. Björn Leifsson eigandi World Class gagnrýndi ákvörðunina einnig.

Fréttin var uppfærð.

Svona var umhorfs kvöldið fyrir lokun líkamsræktarstöðva 23. mars.
Svona var umhorfs kvöldið fyrir lokun líkamsræktarstöðva 23. mars. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is