Skaðar vörumerki ef þau eru ekki sýnileg

Kristinn G. Bjarnason.
Kristinn G. Bjarnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þótt fræðin segi að fyrirtæki eigi að grípa tækifærið í niðursveiflu og setja meiri kraft í markaðsmálin er það hægara sagt en gert ef félög hafa orðið fyrir tekjufalli.

Stjórnendur þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en þeir draga úr markaðsstarfi og segir Kristinn Gústaf Bjarnason í Morgunblaðinu í dag, að það geti skaðað undirstöður vörumerkja ef þau eru ekki sýnileg á markaði í talsverðan tíma.

Þá þarf að gæta þess að útfæra markaðsefnið rétt: „Þegar margir eiga um sárt að binda vegna þrenginga í hagkerfinu getur verið varasamt að tefla fram herferðum með mjög sjálfhverfum skilaboðum og gæti almenningi jafnvel þótt eins og fyrirtækið væri að reyna að notfæra sér ástandið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert