Þrír fluttir á slysadeild eftir umferðarslys

Tveir sjúkrabílar fluttu fólkið af vettvangi.
Tveir sjúkrabílar fluttu fólkið af vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír voru fluttir á slysadeild vegna umferðarslyss á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar sem varð á sjöunda tímanum í dag. Tveir bílar skullu saman með fyrrnefndum afleiðingum. 

Einn dælubíll var sendur á vettvang ásamt tveimur sjúkrabílum sem fluttu hina slösuðu á slysadeild. Ekki er vitað um líðan þeirra slösuðu.

mbl.is