Úrslitin ráðast ekki í dag

Icelandair.
Icelandair.

Gildi lífeyrissjóður, sem á 7,24% hlut í Icelandair Group, hyggst með atkvæði sínu á hluthafafundi hjá félaginu í dag gefa stjórninni heimild til að ráðast í hlutafjárútboð, að sögn Davíðs Rúdólfssonar, forstöðumanns eignastýringar hjá sjóðnum.

Líklegt er að aðrir núverandi hluthafar geri slíkt hið sama, sem flestir eru íslenskir lífeyrissjóðir utan stærsta hluthafans, sem er bandarískur fjárfestingarsjóður sem á 12,5%. Fái stjórnin ekki heimild til þess að ráðast í útboð og takist ekki að afla í kjölfar þess nýs hlutafjár stefnir félagið í þrot, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Niðurstöður hluthafafundarins í dag ráða ekki úrslitum um afdrif félagsins, heldur munu þær aðeins skapa forsendu fyrir því að ráðist verði í útboðið. Þá á eftir að afla sjálfs hlutafjárins, sem á að nema allt að 30 milljörðum íslenskra króna. Davíð segir eitt að veita stjórninni heimild til að fara í útboðið og annað hvað lífeyrissjóðurinn geri í sambandi við mögulega þátttöku í því. „Það liggur ekki fyrir enn þá. Við eigum eftir að fá upplýsingar frá félaginu til að geta lagt mat á það hversu góður fjárfestingarkostur það er fyrir sjóðinn,“ segir hann og bætir við að hann vænti þess að einhverjar slíkar upplýsingar verði gefnar upp á fundinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »