Vinnumálastofnun birtir listann

Vinnumálastofnun.
Vinnumálastofnun. mbl.is/Eggert

Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gert hafa samkomulag við starfsfólk sitt um minnkað starfshlutfall og þar með nýtt svokallaða hlutabótaleið.

Í tilkynningu á vef stofnunarinnar segir að á undanförnum dögum hafi verið uppi krafa um að hún birti listann. Ákallið er sagt skiljanlegt enda séu miklir efnahagslegir hagsmunir í húfi. 

Tekið er fram að til að tryggja persónuvernd hafi stofnunin ákveði að birta lista aðeins með nöfnum þeirra fyrirtækja sem staðfest hafi samkomulag um minnkað starfshlutfall við sex starfsmenn eða fleiri.

Sjá lista Vinnumálastofnunar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert