8 til 14 stiga hiti á morgun

Frá blíðunni á Klambratúni í dag.
Frá blíðunni á Klambratúni í dag. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Búast má við suðaustan 10-18 metrum á sekúndu og rigningu sunnan- og vestanlands í fyrramálið, en heldur hægari sunnanátt og talsverðri rigningu um hádegi.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Suðaustan 8-15 og þykknar upp norðan- og austanlands og dálítil væta seint á morgun. Heldur hægari vindur og styttir víða upp annað kvöld, en áfram rigning á Suðausturlandi.

Hiti verður 8 til 14 stig á morgun, hlýjast norðanlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert