Ákærður fyrir brot gegn þremur stúlkum

Maðurinn var ákærður af embætti héraðssaksóknara.
Maðurinn var ákærður af embætti héraðssaksóknara. mbl.is/Hjörtur

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa brotið gegn dóttur sinni og tveimur öðrum stúlkum sem voru gestkomandi á heimili hans.

Í ákæru málsins er maðurinn sakaður um að hafa sært blygðunarsemi dóttur sinnar á árunum 2017-2018 með því að hafa ítrekað legið nakinn upp í rúmi með hana í fanginu og farið ítrekað með henni nakinn í bað, en á þessum tíma var hún 8-9 ára.

Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa árið 2018 brotið gegn tveimur stúlkum sem dvöldu á heimili hans með því að hafa lagst nakinn við hlið þeirra þar sem þær sváfu og annars vegar tekið utan um aðra stúlkuna og lagt fótlegg sinn yfir hana þannig að líkamar þeirra lágu saman. Hins vegar fyrir að hafa legið svo þétt upp að hinni stúlkunni að getnaðarlimur hans snerti stúlkuna.

Í einkaréttarkröfum fara barnsmóðir mannsins og mæður hinna stúlknanna, fyrir hönd þeirra, fram á miskabætur upp á tvær milljónir til hverrar og einnar.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert