Ákærður fyrir nauðgun á salerni

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. mbl.is/Þór

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir nauðgun á salerni á veitingastað.

Samkvæmt ákæru málsins átti brotið sér stað aðfaranótt laugardagsins 26. maí 2018, en maðurinn er sakaður um að hafa notfært sér ölvunarástand konu og haft við hana samræði.

Hlaut konan víða áverka vegna brotsins. Fer hún fram á fimm milljónir í miskabætur vegna þess, en saksóknari fer jafnframt fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert