Ákærður fyrir nauðgun fyrir 12 árum

Málið var þingfest í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið var þingfest í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir nauðgun á hótelherbergi fyrir 12 árum.

Fram kemur í ákærunni að maðurinn hafi beitt konuna ofbeldi og ólögmætri nauðung með því að hafa kastað sér á konuna þar sem hún lá í rúmi og haldið henni fastri eftir átök þeirra. Á maðurinn að hafa aftrað konunni frá að standa á fætur aftur og gripið um fótlegg hennar þannig að hún skall á gólfið.

Þá segir jafnframt að eftir að konan hafi skriðið upp í rúm aftur hafi maðurinn lagst ofan á hana og nauðgað henni. Konan hlaut áverka víða um líkamann vegna þessa, meðal annars sprungur við leggangaop.

Konan fer fram á sex milljónir í bætur vegna málsins, auk þess sem saksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert