Eitt nýtt smit kórónuveiru greindist

Í heildina hafa 58.786 sýni verið tekin og 1.804 smitast.
Í heildina hafa 58.786 sýni verið tekin og 1.804 smitast. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eitt nýtt smit kórónuveiru greindist síðastliðinn sólarhring hérlendis og eru virk smit nú þrjú talsins. Smitið greindist hjá Íslenskri erfðagreiningu en 350 sýni voru tekin þar á síðastliðnum sólarhring og 141 hjá veirufræðideild Landspítalans. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum á Covid.is.

Sá sem greindist var ekki í sóttkví, en þetta er annað tilfellið í röð þar sem það á við. Síðast 19. maí greindist annar utan sóttkvíar.

897 manns eru í sóttkví og hefur þeim því fjölgað um ellefu á milli daga. Þá hafa 20.228 lokið sóttkví og luku því 34 sóttkví á síðastliðnum sólarhring.

Enginn þeirra sem er með virkt smit er á spítala og hefur dauðsföllum ekki fjölgað. 

Í heildina hafa 58.786 sýni verið tekin og 1.804 smitast. 

mbl.is