Fyrsta túristagosið?

Orðið túristagos komst í hámæli þegar gaus í Fimmvörðuhálsi fyrir tíu árum og gígarnir Magni og Móði mynduðust. Orðið virðist hins vegar vera að minnsta kosti hálfrar aldar gamalt og fyrst hafa birst á prenti fyrir 50 árum upp á dag í viðtali í Morgunblaðinu.

Gosinu í Heklu í maí 1970 var slegið upp á …
Gosinu í Heklu í maí 1970 var slegið upp á forsíðu Morgunblaðsins.

Gos hófst í Skjólkvíum í Heklu 5. maí 1970 og stóð í tvo mánuði. Öll forsíða Morgunblaðsins var lögð undir gosið morguninn 6. maí. Í blaðinu 23. maí birtist svo frásögn af ferð blaðamanns á vettvang og var þar slæðingur af fólki að fylgjast með. Þar á meðal var Sigurður Þórarinsson náttúrufræðingur, sem kvaðst ánægður með gang gossins. 

„Þetta er aðgengilegasta túristagos, sem ég hef séð á þessu landi,“ sagði Sigurður við blaðamann. „Þetta gos er eingöngu fallegt.“

Fyrsta dæmið um orðið túristagos á prenti?
Fyrsta dæmið um orðið túristagos á prenti?
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert