Hlýjustu dagar það sem af er vori

Misjafnt er hvernig fólk kýs að nýta veðurblíðuna.
Misjafnt er hvernig fólk kýs að nýta veðurblíðuna. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Hitinn í Reykjavík náði 16 gráðum í dag og í gær náði hann 16,7 gráðum. Þetta eru hlýjustu dagarnir í höfuðborginni í vor og, miðað við spá næstu daga, mjög líklega það sem eftir er maímánaðar.

Þetta kemur fram á veðurvefnum Blika.is.

Margir nýttu enda tækifærið í dag og spókuðu sig um miðbæ Reykjavíkur. Ljósmyndari mbl.is tók meðfylgjandi myndir á Klambratúni síðdegis í dag.

Hægt er að skemmta sér í blaki á Klambratúni.
Hægt er að skemmta sér í blaki á Klambratúni. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson
Spá næstu daga gefur efni til að ætla að liðnir …
Spá næstu daga gefur efni til að ætla að liðnir dagar séu þeir hlýjustu í mánuðinum. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson
Kubbur á Klambratúni.
Kubbur á Klambratúni. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert