Húsbílaeigendur taka útilegusumarið á Íslandi snemma

Útilega á Þingvöllum.
Útilega á Þingvöllum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Húsbílaeigendur taka sumarið snemma til að geta nýtt góðviðrisdagana. Nokkrir bílar voru á tjaldsvæðinu á Þingvöllum í gær. Ekki þurftu þeir að elta sólina því hún skein um allt land.

Búist er við að Íslendingar ferðist innanlands í sumar og hafa ferðaþjónustufyrirtæki verið að búa sig undir það.

Ríkisstjórnin stuðlar að því með svokallaðri ferðagjöf, 5.000 króna ávísun sem nota má til að greiða fyrir veitingar, gistingu, bílaleigubíla, ferðir og afþreyingu. Stefnt er að því að ferðagjöfin verði afhent í byrjun næsta mánaðar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »