Lagfæra vegarslóðann um Dómadal

Vatn liggur yfir veginum um Dómadal og er hann því …
Vatn liggur yfir veginum um Dómadal og er hann því ófær. Ljósmynd/Guðni Olgeirsson

Vegagerðin hyggst í næsta mánuði færa vegslóða á um 700 metra kafla á Dómadalsleið. Umhverfisstofnun hefur fjallað um framkvæmdina og telur að hún hafi jákvæð áhrif á umferð um svæðið.

Í Dómadal hækkar vatnsyfirborð Dómadalsvatns reglulega það mikið á vorin að vatn liggur yfir veginum fram eftir sumri og er vegurinn þá ófær. Með breytingum á veginum gæti hann opnast fyrr á vorin og þannig væri komið í veg fyrir akstur utan vega þegar vegarslóðinn er illfær eða ófær.

Öll ummerki vegslóða sem verða aflagðir verða afmáð. Engu efni verður ekið að vegna framkvæmdanna, en mögulega verða nokkrir steinar fjarlægðir með handafli. Gert er ráð fyrir 2-3 starfsmönnum og notast verður við vörubíla og veghefla.

Í mati kemur fram að Umhverfisstofnun telur mikilvægt að vegir innan Friðlandsins að Fjallabaki séu skipulagðir og hannaðir með það að markmiði að koma í veg fyrir að ekið sé utan vega og þeir séu vel merktir og vel við haldið. aij@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »