Óboðlegur frágangur í Úlfarsárdal

Úlfarsárdalur. Kvartað hefur verið yfir frágangi og umgengni þar.
Úlfarsárdalur. Kvartað hefur verið yfir frágangi og umgengni þar.

„Víða um hverfið er óboðlegur frágangur og umgengni á og umhverfis lóðir ýmist í eigu einkaaðila eða borgarinnar.“ Þetta kemur m.a. fram í bókun sem Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals lagði fram á síðasta fundi sínum.

Á fundinum var lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar og borgarritara dags 6. mars við fyrirspurn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals um úthlutaðar en óbyggðar lóðir í hverfinu á fundi ráðsins 20. janúar sl. Þar var spurt um 24 tilteknar lóðir við Urðarbrunn, Gefjunarbrunn, Lofnarbrunn og Haukdælabraut.

Íbúaráðið lagði til í bókun sinni á síðasta fundi að farið yrði í tafarlausa úttekt á stöðu mála og að gripið yrði til átaks í umgengnismálum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert