Ekkert smit greindist í gær

Ekkert smit greindist á landinu í gær.
Ekkert smit greindist á landinu í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert nýtt Covid-19 smit greindist í gær hér á landi. Áfram eru þrjú virk smit og eru viðkomandi allir í einangrun, en enginn á sjúkrahúsi. Þá eru 789 einstaklingar í sóttkví. Þetta kemur fram í nýjum tölum á covid.is.

Samtals hafa 1.804 smit greinst hér á landi, en 58.844 sýni hafa verið tekin. 20.337 hafa lokið sóttkví.

Á miðnætti tekur ný auglýsing heilbrigðisráðherra gildi, en hún er samkvæmt tillögum sóttvarnalæknis. Er framkvæmd tveggja metra reglunnar nokkuð breytt, auk þess sem allt að 200 manns mega koma saman á samkomum og líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir fá að hafa opið.

mbl.is