Ekkert nýtt smit

Ljósmynd/Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson

Ekk­ert nýtt Covid-19-smit greind­ist í gær hér á landi. Áfram eru þrjú virk smit og eru viðkom­andi all­ir í ein­angr­un, en eng­inn á sjúkra­húsi. Þá eru 757 ein­stak­ling­ar í sótt­kví.

Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um á covid.is. Tólf sýni voru tekin í gær, öll á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Sam­tals hafa 1.804 smit greinst hér á landi, en 58.856 sýni hafa verið tek­in og 20.370 hafa lokið sótt­kví.

Neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirunnar var aflétt hér á landi í dag og frekari aflétting samkomutakmarkana tók sömuleiðis gildi á miðnætti. Meðal helstu breytinga er að nú mega 200 koma saman en ekki 50 eins og áður. Þá er tveggja metra reglan orðin valkvæð. 

Upp­lýs­inga­fund­ur­ almannavarna hefst klukkan 14 en fundurinn í dag verður sá síðasti sem hald­inn verður með reglu­bundnu sniði.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert