Eldur í húsnæði Kyndils

Eldur kom upp í húsnæði björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Að sögn varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var ekki um mikinn eld að ræða en hann kom upp í fjarskiptaherbergi sveitarinnar. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en talsverðar reykskemmdir urðu á húsnæðinu. Slökkvistarfi lauk um eitt í nótt. 

mbl.is