Farþegar hafa kvartað til Samgöngustofu

Fáir á ferli á Keflavíkurflugvelli.
Fáir á ferli á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frestur flugfélaga til að endurgreiða flugfargjald samkvæmt reglugerð er sjö dagar í tilvikum þar sem flugi er aflýst. Farþegar hafa töluvert verið í sambandi við Samgöngustofu vegna aðstæðna sem uppi eru vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta kemur fram í svari Samgöngustofu við fyrirspurn vegna endurgreiðslu flugfélaga og hvort margar kvartanir hafi borist um að Icelandair sé ekki að uppfylla frestinn.

Ef út af bregður hefur Samgöngustofa úrræði til að framfylgja réttindum flugfarþega og hefur áréttað um skyldur flugrekenda í þeim efnum,“ segir í svari Samgöngustofu.

Farþegar hafa haft samband við mbl.is til að lýsa raunum sínum af því hversu erfitt endurgreiðsluferlið hjá Icelandair hefur reynst þeim.

Ferli sem á að taka sjö daga hefur tekið allt að átta vikur, án þess að nokkuð bóli á endurgreiðslunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert