Í haldi vegna líkamsárásar

mbl.is/Eggert

Maður var handtekinn í Kópavogi á ellefta tímanum í gærkvöldi grunaður um líkamsárás, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Maðurinn er vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. 

Lögreglan fékk tilkynningu um mann sem var ógnandi í verslun í Austurstræti í gærkvöldi og hafði lögregla afskipti af manninum en hann er grunaður um vörslu fíkniefna.

Í nótt var tilkynnt um innbrot og þjófnað á hárgreiðslustofu í Hafnarfirðinum (hverfi 221) en þar hafði verið brotin rúða, farið inn og stolið verðmætum.

Afskipti voru höfð af konu á heimili í Grafarvoginum (hverfi 113) í gærkvöldi en konan er grunuð um vörslu fíkniefna. Spurð um fíkniefni framvísaði konan ætluðum fíkniefnum til eyðingar.

Síðdegis í gær stöðvaði lögreglan för bifreiðar á Hverfisgötunni og kom í ljós að ökumaðurinn var ekki með gild ökuréttindi,  farþegi í bifreiðinni notaði ekki öryggisbelti og barn var laust í aftursæti bifreiðarinnar (sérstakur öryggisbúnaður fyrir barn ekki notaður).

Í gærkvöldi var síðan ekið á 16 ára ungling á vespu í Hafnarfirðinum þegar hann fór yfir akbraut á gangbraut. Drengurinn fann til eymsla í fæti og var honum ásamt föður hans bent á að leita aðstoðar á heilbrigðisstofnun ef þörf væri á. Vespan er mikið skemmd að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Líkt og aðra daga og nætur voru nokkrir ökumenn undir áhrifum vímuefna í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu. 

Klukkan 21:14 var bifreið stöðvuð í hverfi 101. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Klukkan 22:02 var bifreið stöðvuð í hverfi 113.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.

Klukkan 22:09 var bifreið stöðvuð í hverfi 108. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Klukkan 23:30 var bifreið stöðvuð í hverfi 108. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, hafði ekki ökuskírteini sitt meðferðis og er grunaður um brot á lyfjalögum.

Klukkan 23:40 var ökumaðurinn sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og akstur án gildra ökuréttinda stöðvaður af lögreglu á lögreglustöð 1 (Austurbær-Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes).

Klukkan 2:15 var síðan bifreið stöðvuð á Bústaðavegi og reyndist ökumaðurinn ekki vera með gild ökuréttindi.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert