Kuldaleg Esja og væta fram undan

Hlíðar Esjunnar eru orðnar grænar og fallegar en fjallið var …
Hlíðar Esjunnar eru orðnar grænar og fallegar en fjallið var jafnframt kuldalegt á að líta í morgun þar sem snjóað hafði í efsta hluta þess. mbl.is/Hallur Már

Þó að hlíðar Esjunnar séu orðnar grænar og fallegar getur þó enn snjóað í efstu lögum fjallsins eins og var raunin í gærdag þegar hvítir toppar sáust eftir að þokunni létti. Fram undan er vætutíð hér vestan- og sunnanlands en útlitið er betra fyrir norðan og austan ef eitthvað er að marka veðurkortin.

Veður á mbl.is

Lítill kuldapollur sem er umlukinn hlýrra lofti orsakaði snjókomuna í gærkvöldi samkvæmt því sem kemur fram í pistli Trausta Jónssonar veðurfræðings.

Á morgun verður víða bjart og hitatölur í kringum 5-8 gráður en Trausti spáir því að enn þurfi að bíða um stund þar til hlýrra loft leiki um landið. Austfirðingar fá snert af hlýrra lofti á fimmtudag en annars staðar þarf fólk að gera sér að góðu vætu með nokkrum sólarstundum inn á milli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert