Myndarlegir skúraklakkar og eldingar

Kort/Veðurstofa Íslands

Mjög óstöðugt loft verður yfir landinu í dag. Því má búast við myndarlegum skúraklökkum og auknum líkum á eldingum, einkum yfir vestanverðu landinu samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands.

„Það verður mjög óstöðugt loft yfir landinu í dag. Því má víða búast við myndarlegum skúraklökkum, með talsverðri staðbundinni úrkomu. Þessu fylgja auknar líkur á eldingum, einkum um landið vestanvert. Annars verður sunnangola eða -kaldi víðast hvar, en það hvessir við suðurströndina í kvöld. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á morgun er útlit fyrir vestan og suðvestan 8-13 m/s og áframhaldandi skúrir, en 15-20 m/s með suðurströndinni framan af degi. Eftir hádegi dregur svo smám saman úr skúrunum.

Veðurhorfur næstu daga

Suðlæg átt, 5-13 m/s og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast fyrir norðan. Hvessir við suðurströndina í kvöld.

Á þriðjudag:

Vestan og suðvestan 8-13 og skúrir, en 15-20 m/s með suðurströndinni framan af degi. Hiti 5 til 13 stig, mildast suðaustan til.

Á miðvikudag:
Suðvestan 10-15 og rigning, en þurrt að kalla um landið austanvert. Hiti 6 til 12 stig.

Á fimmtudag:
Sunnan 5-13 og dálítil rigning eða súld, en bjart með köflum norðan- og austanlands. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustan til.

Á föstudag:
Fremur hæg suðlæg átt og skúrir, en hvessir síðdegis með rigningu í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Suðvestanátt og rigning eða skúrir, en léttskýjað austanlands. Hiti 4 til 12 stig.

Á sunnudag (hvítasunnudag):
Útlit fyrir að gangi í ákveðna suðaustanátt með rigningu um landið sunnan- og vestanvert.

mbl.is