Slasaðist er heitt vatn flæddi yfir Aðalstræti

Vatn flæddi í kjallara Center Hotels.
Vatn flæddi í kjallara Center Hotels.

Töluvert magn af heitu vatni streymdi úr lögn við Aðalstræti og Fischersund í Reykjavík og þaðan út á götu í dag. Starfsmaður verktaka á vegum Orkuveitunnar varð fyrir vatninu og slasaðist lítillega, að því er segir í frétt RÚV.

Verið var að undirbúa viðhaldsvinnu á lögnunum þegar lok gaf sig og streymdi vatnið út. Töluvert af vatni streymdi í kjallara Center Hotels við Aðalstræti og var slökkviliðið kallað til, til að dæla vatni úr kjallara hótelsins.

Starfsmaðurinn sem varð fyrir vatninu hóf störf að nýju eftir að hafa borið kælikrem á sár sín, samkvæmt upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert