Umferðin orðin eins og áður var

Guðbrandur Sigurðsson segir í samtali við mbl.is að umferðin hafi …
Guðbrandur Sigurðsson segir í samtali við mbl.is að umferðin hafi verið að aukast jafnt og þétt undanfarnar vikur. mbl.is/​Hari

Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir umferðina hafa verið mjög þunga síðdegis í dag, eins og vegfarendur hafa líklega tekið eftir.

Guðbrandur Sigurðsson segir í samtali við mbl.is að umferðin hafi verið að aukast jafnt og þétt undanfarnar vikur samhliða afléttingu samkomutakmarkana, en í dag var samkomubanni létt úr 50 í 200 manns og geta því margir vinnustaðir farið að starfa eðlilega að nýju.

„Það er komin sama umferð og var fyrir þær,“ segir Guðbrandur, og á við samkomutakmarkanirnar. „Það var mikil umferð og maður gat ekki séð eitt eða neitt sem var að tefja, nema bara vegakerfið sem bar ekki umferðina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert