Fagnar endurgreiðslum upp á 2,1 milljarð

Frá tökum á þáttunum Thin Ice sem gerast á Grænlandi. …
Frá tökum á þáttunum Thin Ice sem gerast á Grænlandi. Tökurnar fóru flestar fram í Stykkishólmi. Ljósmynd/Guðjón Jónsson

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ánægjulegt að ríkisstjórnin hafi í morgun samþykkt endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi upp á 2.120 milljónir króna.

„Endurgreiðslurnar eru tilkomnar vegna vinnu sem hefur orðið til vegna kvikmyndagerðar á Íslandi og eru nauðsynlegar til að snúa hjólunum í gang og örva kvikmyndageirann til að koma aftur,“ skrifar Sigurður Ingi á Facebook-síðu sína.

Hann bætir við að með endurgreiðslunum skapist svigrúm til að taka inn ný verkefni. Í ljósi góðs árangurs Íslands gegn kórónuveirunni hafi áhugi á kvikmyndaframleiðslu með Ísland sem tökustað aukist.

„Það er einnig gaman að segja frá því að Framsóknarflokkurinn stóð fyrir því að endurgreiðslukerfið var tekið upp á sínum tíma sem hefur haft í för með sér jákvæða landkynningu,“ bætir hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert