Málefni sem brennur mjög á börnum

Barnamenningarhátíð fer fram þessa dagana þótt það sé með heldur breyttu sniði miðað við vanalega. Í Hafnarhúsinu er búið að setja upp sýningu á verkum barna víðs vegar að úr borginni þar sem loftslagsváin er þemað. Í myndskeiðinu er kíkt á sýninguna og rætt við krakka um verkefnið.

Þá er rætt við Hörpu Rut Hilmarsdóttur sem er verkefnisstjóri hátíðarinnar. Hún segir faraldur kórónuveirunnar hafa sett allar áætlanir í uppnám en engu að síður hefur tekist að setja upp glæsilega hátíð þar sem verk fá að standa lengur en vanalega eða allt fram í ágúst.

Í lok myndskeiðisins má sjá myndband sem krakkarnir gerðu og er í anda loftslagsverkfallsins sem mörg þeirra taka þátt í á hverjum föstudegi.

Nánari upplýsingar um Barnamenningarhátíðina í ár má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert