Mesta mildi að ekki fór verr

Mesta mildi er að ekki fór verr er kviknaði í bíl fyrir utan iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði í nótt. Mikill eldur var í bílnum og sprakk rúða í nærliggjandi húsi. Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu skipti sköpum að slökkviliðið var fljótt á vettvang því talsverður reykur var kominn inn í húsnæðið og mikill eldur í bifreiðinni. 

Greiðlega gekk að slökkva í bifreiðinni og reykræsa húsnæðið en eldurinn kom upp um þrjú í nótt. Ekki er vitað um eldsupptök. 

mbl.is