Rekin upp úr affalli Reykjanesvirkjunar

Reykjanesvirkjun HS Orku
Reykjanesvirkjun HS Orku

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í fyrrakvöld afskipti af fjórum einstaklingum sem voru að baða sig í affallinu við Reykjanesvirkjun. Er slíkt stórhættulegt, þar sem hiti á vatninu getur aukist skyndilega og farið í allt að 100 gráður. Tilkynnti lögreglan fólkinu að iðjan væri bönnuð og var því fylgt út af svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Í byrjun mánaðarins sendi HS Orka frá sér tilkynningu í kjölfar þess að nokkuð hafði borið á því að fólk baðaði sig í affallinu. Ítrekaði fyrirtækið að ekki væri um baðstað að ræða. Þó að vatnið væri alla jafna um 35 °C heitt gæti það hitnað skyndilega mjög mikið. „Ef það myndi ger­ast er ljóst að af­leiðing­arn­ar gætu orðið skelfi­leg­ar,“ sagði í tilkynningu fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert