Snjókoma fyrir norðan

Frónbúar eru ýmsu vanir þegar kemur að veðurfari og vorhret ætti varla að koma mörgum á óvart en engu að síður er það alltaf jafn óvinsælt þegar snjókoman gerir vart við sig þegar fólk er farið að þrá sól og blíðu í lok maí.

Hrollkalt var á Hólum í Hjaltadal í morgun þar sem veðurguðunum var slétt sama um óskir mannfólks og dembdu yfir það jökulköldum og snjóflygsum. Ágúst Kárason tók myndskeið af hretinu við malarnámu í dalnum sem þjóðin getur yljað sér, eða ekki, við að horfa á. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert